Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH SAR skrifar 3. júlí 2018 06:00 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu. Vísir/rakel „Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00