Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH SAR skrifar 3. júlí 2018 06:00 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu. Vísir/rakel „Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00