Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Atli Ísleifsson skrifar 3. júlí 2018 08:37 Fjármálaráðherrann þýski Olaf Scholz, Andrea Nahle, leiðtofi þýskra Jafnaðarmanna, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/ap Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Staðan í þýskum stjórnmálum er enn nokkuð óskýr og óvíst er um framhaldið eftir að Angelu Merkel Þýskalandskanslara og innanríkisráðherranum Horst Seehofer tókst í gærkvöldi að komast að samkomulagi sín á milli varðandi innflytjendastefnu þýsku stjórnarinnar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Seehofer, leiðtogi CSU, systurflokks CDU, flokks Merkel, gegni áfram embætti innanríkisráðherra, en hann hafði áður boðist til að segja af sér. Enn er óljóst hver afstaða þriðja stjórnarflokksins, Jafnaðarmannaflokksins, er í málinu og hvernig hann muni bregðast við samkomulagi þeirra Merkel og Seehofer.Viðkomumiðstöðvar Seehofer og CSU-flokkur hans, Kristilegir demókratar í Bæjaralandi, hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp harðari stefnu í innflytjendamálum og að þýskum yfirvöldum yrði heimilt að vísa frá hælisleitendum, sem hafi áður verið skráðir í öðrum aðildarríkjum ESB, við þýsku landamærin. Merkel hefur hins vegar talað fyrir samevrópskri lausn á vandanum eftir leiðtogafund aðildarríkja ESB í síðustu viku. Samkomulag Merkel og Seehofer felur meðal annars stofnun viðkomamiðstöðva í Þýskalandi fyrir hælisleitendur, þangað sem þeir verða sendir til að síðar verða sendir til þeirra ríkja þaðan sem þeir komu. Spiegel greinir frá því að ekki sé um neina raunverulega lausn að ræða, heldur einungis verið að koma vandamálinu yfir á Jafnaðarmenn um hvert framhaldið verður.Beðið eftir Nahle Jafnaðarmenn hafa áður hafnað lausn sem þessari og lendir það nú á borði leiðtoga Jafnaðarmanna, Andreu Nahle, að bregðast við útspili leiðtoga hinna flokkanna í ríkisstjórn. Þarf hún að finna leið til að svíkja ekki stefnu Jafnaðarmannaflokksins, og hins vegar koma í veg fyrir að ríkisstjórnin, sem marga mánuði tók að mynda eftir kosningarnar í september síðastliðinn, falli. AFP greinir sömuleiðis frá því að augu manna muni beinast að Austurríki og hvernig ríkisstjórnin þar í landi bregðist við stefnu Þjóðverja. Í yfirlýsingu frá austurrískum stjórnvöldum kemur fram að Austurríkismenn muni „neyðast til að bregðast við“ ef samkomulag Merkel og Seehofer verði að opinberri stefnu Þýskalandsstjórnar. Viðbrögð Austurríkismanna kynnu að verða að herða verulega eftirlit á landamærum Austurríkis að Ítalíu og Slóveníu, sem myndi mögulega leiða til viðbragða af hálfu nágrannanna í suðri.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45