Á lífi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 10:00 Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir í helli í Taílandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar