Á lífi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 10:00 Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir í helli í Taílandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar