Funda um innflytjendamálin í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 14:05 Angela Merkel fundar með Horst Seehofer og Angelu Nahle, leiðtoga Jafnaðarmanna, í kvöld. Vísir/EPA Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum. Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Ekkert samkomulag virðist sem stendur í sjónmáli hjá þýsku ríkisstjórnarflokkunum um innflytjendamálin. Leiðtogar flokka Kristlegra demókrata, CDU og CSU, og Jafnaðarmanna (SDU) koma saman til fundar í Berlín í kvöld til að ræða hugmyndir CDU, flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokksins CSU um að komið verði á fót sérstökum viðkomustöðvum fyrir hælisleitendur í landinu.Times greini frá þessu. Merkel og innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hennar og leiðtogi CSU, Horst Seehofer, náðu samkomulagi fyrr í vikunni eftir að Seehofer hafði boðist til að segja af sér embætti. Seehofer og hafði talað fyrir því að þýska stjórnin tæki upp mun harðari stefnu í innflytjendamálum þar sem heimilt yrði að vísa flóttafólki frá við landamærin. Merkel hafði hins vegar talað um nauðsyn samevrópskrar lausnar. CDU og CSU náðu samkomulagi eftir miklar samningaviðræður og þurfa flokkarnir nú að reyna að sannfæra fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins um ágæti samkomulagsins. Það gengur út á að hælisleitendur sem áður hafa verið skráðir í öðru aðildarríki ESB verði sendir í sérstakar búðir eða miðstöðvar við landamærin áður en þeir eru sendir aftur til þess ríkis sem um ræðir. Innan raða Jafnaðarmannaflokksins furða sumir sig á áframhaldandi veru Seehofer í ríkisstjórninni. „Að hann sé yfir höfuð enn ráðherra ber einungis merki um sífellt veikari stöðu Angelu Merkel,“ segir Thomas Oppermann, einn leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og varaforseti þýska þingsins, í samtali við Redaktionsnetzwerk Deutschland. Seehofer fundaði með Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í hádeginu og Merkel með Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, til að ræða málefni flóttafólks í álfunni, en þeir Kurz og Orban hafa báðir talað fyrir harðri stefnu sinnar stjórnar og ESB í málaflokknum.
Þýskaland Tengdar fréttir Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Seehofer mun ekki segja af sér embætti innanríkisráðherra Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, mun ekki segja af sér embætti. 2. júlí 2018 21:42
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Óljós staða eftir samkomulag Merkel og Seehofer Beðið er viðbragða þýskra Jafnaðarmanna eftir samkomulag Angelu Merkel og Horst Seehofer í gærkvöldi. 3. júlí 2018 08:37