Suður-kóreskar konur hafa fengið nóg Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2018 18:01 Suður-kóreskar konur hópuðust saman á götum Seúl í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017. Erlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017.
Erlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira