Bandaríkin andsnúin brjóstagjöf Andri Eysteinsson skrifar 8. júlí 2018 17:59 Fundurinn fer fram í svissnesku borginni Genf. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum. Donald Trump Erlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum.
Donald Trump Erlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira