Boris Johnson segir af sér Atli Ísleifsson og Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:05 Boris Johnson. Vísir/AFP Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. Frá þessu er greint á vef Sky News. Afsögn Boris Johnson kemur í kjölfar afsagnar David Davis, ráðherra Brexit-mála, í gær. Tilkynnt var um afsögn Johnson um hálftíma áður en Theresa May forsætisráðherra hugðist kynna Brexit-áætlun stjórnar sinnar fyrir þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið innan breska Íhaldsflokksins um framgöngu stjórnvalda á Brexit-ferlinu og segir Johnson stefnu stjórnarinnar „ekki [hafa verið] bestu áætlunina“. Staða May í stóli forsætisráðherra er af fréttskýrendum talin hafa veikst við afsögn Davis í gær og með afsögn Johnson þykir ljóst að þrýstingur á hana eykst enn. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu breska var Johnson þakkað fyrir sín störf og að fljótlega yrði arftaki hans í embætti utanríkisráðherra kynntur til sögunnar.Vandræðalegt og erfitt Laura Kuenssberg, fréttaskýrandi BBC, segir að brotthvarf Johnson úr ríkisstjórn sé vandræðalegt fyrir May og skilji hana eftir í mjög erfiðri stöðu. Johnson hafi verið „andlit“ Brexit-sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 og að brotthvarf hans kunni að leiða til einvígis milli May og Johnson um leiðtogasætið innan Íhaldsflokksins. Fréttamaður Sky segir ljóst að með uppsögnum Davis og Johnson sé „uppreisnin“ Brexit-sinna innan Íhaldsflokksins hafin."The rebellion is underway" - @BorisJohnson has resigned as foreign secretary just hours after his fellow Conservative @DavidDavisMP #BrexitFollow live updates here: https://t.co/M6F3ifcieO pic.twitter.com/iPT1PXHygR— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, hrósar Johnson á Twitter og hvetur til þess að Bretar losi sig sem fyrst við May úr embætti forsætisráðherra til að hægt verði að koma Brexit-ferlinu aftur á „réttan kjöl“.Bravo @BorisJohnson. Now can we please get rid of the appalling @theresa_may and get Brexit back on track.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) July 9, 2018 Slæm áhrif á samningsstöðu Davis sagði í opnu afsagnarbréfi sínu að honum hafi þótt stefna stjórnarinnar of lin og hún hafi haft slæm áhrif á samningsstöðu Breta. Johnson tók við embætti utanríkisráðherra Bretlands í júlí 2016. Hann tók við embættinu af Philip Hammond. Hann var borgarstjóri Lundúna á árunum 2008 til 2016.Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila