Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Enginn ríkisforstjóri hækkaði jafnmikið í launum og Hörður Arnarson við að færast undan kjararáði. Fréttablaðið/Ernir Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira