Capital minnist fallinna félaga á forsíðu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2018 09:00 William Krampf, lögreglustjóri í Annapolis, ræðir við blaðamenn. Fyrir aftan hann stendur Pat Furgurson, blaðamaður hjá Capital Gazette. Nordicphotos/AFP „Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
„Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira