Þurfum að breyta kerfinu svo að fólk búi ekki við sára fátækt sighvatur@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 08:30 Öryrkjar mótmæltu slæmum kjörum sínum við setningu Alþingis í desember. Margir lífeyrisþegar fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Þingmaður VG segir aðkallandi að taka á vanda þessa hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
„Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira