Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Valtýr Stefánsson Thors og Ásgeir Haraldsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar. Með tilkomu bólusetninga hefur tekist að útrýma lömunarveiki, bólusótt, stífkrampa og barnaveiki á Íslandi. Verulega hefur dregið úr tíðni kíghósta og heilahimnubólgu af völdum baktería og fjölda einstaklinga með mislinga, rauða hunda eða hettusótt má nánast telja á fingrum sér. Þessi árangur er frábær! Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. Ásgeir HaraldssonEn bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni. Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið). Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára. Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.Höfundar eru barnalæknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar. Með tilkomu bólusetninga hefur tekist að útrýma lömunarveiki, bólusótt, stífkrampa og barnaveiki á Íslandi. Verulega hefur dregið úr tíðni kíghósta og heilahimnubólgu af völdum baktería og fjölda einstaklinga með mislinga, rauða hunda eða hettusótt má nánast telja á fingrum sér. Þessi árangur er frábær! Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. Ásgeir HaraldssonEn bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni. Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið). Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára. Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.Höfundar eru barnalæknar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun