HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2018 06:00 Rigningin spillti ekki gleðinni í Hljómskálagarðinum á laugardaginn þar sem margir horfðu á Ísland gera jafntefli við Argentínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20
Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30