Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27