Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag.
Þetta kemur fram í svari skipulagsfulltrúa Reykjavíkur til heilbrigðiseftirlitsins sem vildi fá úr þessu skorið eftir kvartanir frá óánægðum íbúum í Eskihlíð. Skipulagsfulltrúi segir að samkvæmt aðalskipulagi sé Skógarhlíð 10 á svokölluðu miðsvæði.
Sjá einnig: Á háa c-i yfir rútum í bakgarði
Samgöngumiðstöðvar geti verið starfræktar á þjónustusvæðum og miðsvæðum.
„Deiliskipulagið setur ekki skorður fyrir þeim rekstri sem nú er á lóðinni. Þjónusturekstur, til að mynda í formi samgöngumiðstöðvar, er því heimill bæði samkvæmt aðal- og deiliskipulagi,“ segir skipulagsfulltrúi.
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Tengdar fréttir

Á háa c-i yfir rútum í bakgarði
Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss.

Eftirlitinu hafa borist kvartanir
„Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“