Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra Anna María Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 06:25 Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun