Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra Anna María Jónsdóttir skrifar 21. júní 2018 06:25 Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu. Þetta var niðurstaða kosningar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hugvísindasviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku. Á þessu augnabliki í lífi foreldra og barns er ljósmóðirin í lykilhlutverki. Hún lítur eftir, leiðbeinir og hvetur móðurina (og föðurinn þegar á þarf að halda) í gegnum þessa oft á tíðum yfirþyrmandi reynslu, sem getur vakið vanmátt, ótta og jafnvel skelfingu á köflum. Sérstaklega þegar um fyrsta barn er að ræða eða saga er um áföll eða erfiðleika við fyrri fæðingar. Flest höfum við litið dagsins ljós með aðstoð þessarra mikilvægu kvenna og þeir sem hafa átt börn muna sennilega allir eftir ljósmóðurinni sem tók á móti barninu þeirra. Ljósmæður spila þannig stórt hlutverk í lífi okkar allra. En hvernig getur þessi mikilvæga stétt sem tók á móti okkur í heiminn verið svo vanvirt og vanmetin að hún þurfi að standa í harðri kjarabaráttu til að fá eðlilega og sjálfsagða viðurkenningu á námi sínu og starfi með sanngjörnum launum. Líklegasta skýringin er að ljósmæður eru kvennastétt. Þrátt fyrir að Íslendingar standi framar öðrum þjóðum varðandi jafnrétti þá höfum við alls ekki náð því takmarki að konur og karlar séu metin til jafns þegar kemur að launum. Það er skömm. Umönnunarstörf eru enn að mestu kvennastörf og jafnan verr launuð en karlastörf, og í þeim karlastörfum sem konum hefur fjölgað hafa laun lækkað. Ég tel að það sem konur hafa gert í gegnum aldirnar hafi verið stórlega vanmetið. Það verður ekki raunverulegt jafnrétti fyrr en kvennastörf verða metin til jafns við hefðbundin karlastörf. Þá verður það jafnverðmætt og eftirsóknarvert að hlúa að börnum eins og það er að höndla með peninga. Síðustu áratugi hefur verið ört vaxandi vísindaleg þekking á þeim verðmætum sem felast í því að hlúa að börnum. Sem dæmi hefur James Heckman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði, sýnt fram á það að þjóðfélag fær mest tilbaka fyrir fjárfestingar sem fyrst á ævi einstaklingsins og allra mest með því að byrja á meðgöngunni. Meðganga, fæðing og fyrstu árin eftir fæðingu barns er gífurlega mikilvægur tími vegna viðkvæms mótunartíma og heilaþroska ungbarnsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt að á þessum tíma verður mikil breyting á heila foreldra. Að verða foreldri er eitt mikilvægasta þroskaverkefni lífsins. Það að skapa fæðandi konum tryggar og góðar aðstæður til að eignast barn sitt stuðlar að velferð og vellíðan nýbakaðra foreldra og barna. Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef eitthvað fer úrskeiðis á þessum tíma. Skotar hafa nýlega bætt við 500 nýjum ljósmæðrum í sína heilbrigðisþjónustu, þeir hafa séð ,,ljósið” varðandi mikilvægi þessarar stéttar. Það er ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að stjórnvöld og okkar góða samfélag standi vörð um þjónustu ljósmæðra, svo þær geti áfram sinnt fegursta og í mínum huga einu mikilvægasta starfi samfélagsins af sinni alkunnu alúð og fagmennsku. Stjórnvöld og allt hugsandi fólk ætti að sjá sóma sinn í því að krefjast þess að ljósmæður fái viðunandi kjarabætur…..STRAX!Höfundur er geðlæknir
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun