Tryggvi Snær Hlinason bíður eftir einu mikilvægasta kvöldi ferils síns en nafn hans er í pottinum í nýliðavali NBA deildarinnar.
60 nýliðar eru valdir inn í deildina að ári hverju og eru sérfræðingar nokkuð bjartsýnir á að Tryggvi verði valinn í annari umferð valsins í kvöld.
Valið hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma í Brooklyn, New York og er sýnt frá því á sjónvarpsstöðinni NBA TV sem áskrifendur Sportpakka eða Risapakka Stövar 2 hafa aðgang að.
Síðasti íslenski leikmaðurinn til að vera valinn í nýliðavali NBA var Pétur Guðmundsson en hann var valinn nr. 61 í þriðju umferð nýliðavalsins 1981.
Nýliðavalið í beinni á NBA TV

Tengdar fréttir

Tryggvi dottinn út af nokkrum listum en tveir segja að hann endi hjá 76ers
Tryggvi Snær Hlinason fær að vita það í kvöld hvort hann verði valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar en íslenskir körfuboltaáhugamenn bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kvöldsins.

Telur að Tryggvi verður valinn: Hann er gimsteinn
Friðrik Ingi Rúnarsson segir að þeir sem þekkja vel til í NBA-deildinni telja líkur á að Tryggvi Snær Hlinason verði valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt.

„Líkurnar ansi góðar“ á að Tryggvi verði valinn
Nafn Tryggva Snæs Hlinasonar verður í nýliðavalinu í NBA deildinni á morgun þar sem 60 nýliðar verða valdir inn í deildina.