„Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi“ Bergþór Másson skrifar 22. júní 2018 12:00 Gucci Mane gíraður á sviðinu. Vísir / Getty Bandaríski rapparinn Gucci Mane kemur fram á Secret Solstice í kvöld. Gucci Mane þykir einn áhrifamesti og virtasti rappari samtímans. Gucci Mane er þekktur fyrir mikla vinnusemi ásamt því að hafa næmt auga fyrir hæfileikum. Í fyrra lífi komst hann reglulega í kast við lögin, en nú hefur hann snúið blaðinu við. Á fimmtán ára ferli hefur hann gefið út 12 plötur í fullri lengd og u.þ.b 70 „mixteip,“ unnið með öllum helstu röppurum heimsins, stofnað sitt eigið plötufyrirtæki og uppgötvað ótal marga unga rappara sem urðu síðar að stórstjörnum undir leiðsögn hans.Gucci Mane í útgáfuhófi ævisögu sinnar.Vísir / GettyGucci Mane, réttu nafni Radric Davis, fæddist árið 1980 í Alabama. Stuttu síðar fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Atlanta, þar sem hann ólst upp í fátækt við erfiðar aðstæður. Eiturlyfjasala og hið harða líf götunnar einkenndu unglingsár Gucci, sem byrjaði að fikta við það að rappa 14 ára gamall. Gucci þótti mjög efnilegur en ferillinn hófst ekki af alvöru fyrr en töluvert seinna. Hægt er að lesa frekar um uppvaxtarár Gucci í nýútgefinni sjálfsævisögu hans.Hljómsveitarmeðlimir Migos, þeir Quavo og Takeoff, á sviðinu með Gucci.Getty / VísirMeð auga fyrir hæfileikum Gucci Mane hefur getið sér gott orð fyrir að koma auga á ungt hæfileikafólk og hefur hann gefið mörgum af skærustu stjörnum rappheimsins sitt fyrsta tækifæri. Meðal þeirra sem Gucci hefur komið á kortið eða leikið stórt hlutverk í uppgangi þeirra eru: Migos, Young Thug, Future og Waka Flocka Flame. Gucci Mane á langan sakaferill að baki og barðist lengi við eiturlyfjafíkn. Í gegnum árin hefur hann verið á bak við lás og slá ótal sinnum fyrir ýmis afbrot. Árið 2005 skaut hann mann til bana sem hafði reynt að ræna hann. Gucci sagði morðið hafa verið sjálfsvörn og var á endanum ekki sakfelldur. Mörgum árum seinna, árið 2017, rappaði Gucci: „I’m a murderer n***a, but I don’t promote violence,“ eða á íslensku: „Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi.“ If Guwop can change for the better anybody can! Don't Give Up! Never give up! A post shared by Gucci Mane (@laflare1017) on Mar 1, 2018 at 5:42am PST Hollustan tók yfir Árið 2016 losnaði Gucci Mane úr fangelsi í síðasta skipti og kom út gjörbreyttur maður. Maðurinn sem hafði áður verið forfallinn fíkill, þekktur fyrir gríðarlega bumbu og sjálfsskaðandi hegðun, var allt í einu orðinn holdgervingur heilbrigðisins. Gucci var svo breyttur að samsæriskenningar um að hann hafi verið klónaður fóru víða á internetinu.Gucci Mane áður en hann snéri sér að heilbrigðum lífstíl.Vísir / GettyHinn nýi Gucci Mane hreyfir sig á hverjum degi, borðar hollan mat og snertir hvorki áfengi né eiturlyf. Vinsældir hans sem tónlistarmaður hafa aldrei verið meiri og hafa síðastliðin tvö ár, síðan hann losnaði úr fangelsi, verið hans farsælustu. Búast má við nýjum lögum í bland við klassíska slagara í Laugardalnum í kvöld. Hægt er að gera sér hugmynd um hvaða lög hann mun taka með því að skoða þennan lista, sem er eins konar meðaltal þeirra laga sem hann flutti á tónleikum í fyrra. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Bandaríski rapparinn Gucci Mane kemur fram á Secret Solstice í kvöld. Gucci Mane þykir einn áhrifamesti og virtasti rappari samtímans. Gucci Mane er þekktur fyrir mikla vinnusemi ásamt því að hafa næmt auga fyrir hæfileikum. Í fyrra lífi komst hann reglulega í kast við lögin, en nú hefur hann snúið blaðinu við. Á fimmtán ára ferli hefur hann gefið út 12 plötur í fullri lengd og u.þ.b 70 „mixteip,“ unnið með öllum helstu röppurum heimsins, stofnað sitt eigið plötufyrirtæki og uppgötvað ótal marga unga rappara sem urðu síðar að stórstjörnum undir leiðsögn hans.Gucci Mane í útgáfuhófi ævisögu sinnar.Vísir / GettyGucci Mane, réttu nafni Radric Davis, fæddist árið 1980 í Alabama. Stuttu síðar fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Atlanta, þar sem hann ólst upp í fátækt við erfiðar aðstæður. Eiturlyfjasala og hið harða líf götunnar einkenndu unglingsár Gucci, sem byrjaði að fikta við það að rappa 14 ára gamall. Gucci þótti mjög efnilegur en ferillinn hófst ekki af alvöru fyrr en töluvert seinna. Hægt er að lesa frekar um uppvaxtarár Gucci í nýútgefinni sjálfsævisögu hans.Hljómsveitarmeðlimir Migos, þeir Quavo og Takeoff, á sviðinu með Gucci.Getty / VísirMeð auga fyrir hæfileikum Gucci Mane hefur getið sér gott orð fyrir að koma auga á ungt hæfileikafólk og hefur hann gefið mörgum af skærustu stjörnum rappheimsins sitt fyrsta tækifæri. Meðal þeirra sem Gucci hefur komið á kortið eða leikið stórt hlutverk í uppgangi þeirra eru: Migos, Young Thug, Future og Waka Flocka Flame. Gucci Mane á langan sakaferill að baki og barðist lengi við eiturlyfjafíkn. Í gegnum árin hefur hann verið á bak við lás og slá ótal sinnum fyrir ýmis afbrot. Árið 2005 skaut hann mann til bana sem hafði reynt að ræna hann. Gucci sagði morðið hafa verið sjálfsvörn og var á endanum ekki sakfelldur. Mörgum árum seinna, árið 2017, rappaði Gucci: „I’m a murderer n***a, but I don’t promote violence,“ eða á íslensku: „Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi.“ If Guwop can change for the better anybody can! Don't Give Up! Never give up! A post shared by Gucci Mane (@laflare1017) on Mar 1, 2018 at 5:42am PST Hollustan tók yfir Árið 2016 losnaði Gucci Mane úr fangelsi í síðasta skipti og kom út gjörbreyttur maður. Maðurinn sem hafði áður verið forfallinn fíkill, þekktur fyrir gríðarlega bumbu og sjálfsskaðandi hegðun, var allt í einu orðinn holdgervingur heilbrigðisins. Gucci var svo breyttur að samsæriskenningar um að hann hafi verið klónaður fóru víða á internetinu.Gucci Mane áður en hann snéri sér að heilbrigðum lífstíl.Vísir / GettyHinn nýi Gucci Mane hreyfir sig á hverjum degi, borðar hollan mat og snertir hvorki áfengi né eiturlyf. Vinsældir hans sem tónlistarmaður hafa aldrei verið meiri og hafa síðastliðin tvö ár, síðan hann losnaði úr fangelsi, verið hans farsælustu. Búast má við nýjum lögum í bland við klassíska slagara í Laugardalnum í kvöld. Hægt er að gera sér hugmynd um hvaða lög hann mun taka með því að skoða þennan lista, sem er eins konar meðaltal þeirra laga sem hann flutti á tónleikum í fyrra.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30