Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 23:45 Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Vísir/samsett Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33