Iðnó opnað á ný Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. júní 2018 08:30 Iðnó við Tjörnina hefur verið vinsæll staður fyrir ýmis konar viðburði. Vísir/Vilhelm Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00