Erlent

Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás

Kjartan Kjartansson skrifar
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. Vísir/Getty
Nokkrir særðust þegar sprengja sprakka á íþróttaleikvangi í borginni Bulawayo í Simbabve skömmu eftir að Emmerson Mnangagwa forseti hafði ávarpað stuðningsmenn sína þar í dag. Forsetinn er sagður heill á húfi.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að háttsettir embættismenn séu á meðal þeirra sem særðust í sprengingunni. Mnangagwa komst til valda í nóvember eftir að hann steypti Robert Mugabe af stóli.

Fundurinn með stuðningsmönnunum í Bulawayo í dag var hluti af kosningabaráttu fyrir forsetakosningar sem fara fram 30. júlí. Kosið verður á milli Mnangagwa og Nelson Chamisa, leiðtoga stjórnarandstöðuflokksins Hreyfingar til lýðræðislegra breytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×