Fyrstu tvö árin liðu hratt að sögn forsetans Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fagna 2016. FrÉttablaðið/ANTON BRINK „Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
„Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26