Lyfjamenning á krossgötum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. júní 2018 10:00 Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun