Lyfjamenning á krossgötum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. júní 2018 10:00 Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ung manneskja fékk á dögunum 46 lyfjaávísanir, hjá að minnsta kosti fjórum læknum, á þriggja mánaða tímabili. Lyfin sótti hún í nokkur apótek, í kringum 2.700 töflur. Þrjátíu töflur fyrir hvern dag á þessu 90 daga tímabili. Þessi manneskja, sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði átt að vera í blóma lífsins, lést úr lyfjaeitrun. Fráfall hennar er eitt af 19 lyfjatengdum dauðsföllum það sem af er ári. Á öllu síðasta ári voru lyfjatengd andlát 30. Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um þessi hörmulegu mál og í dag greinum við frá því að neysla róandi lyfja í efsta bekk grunnskóla er að stóraukast á Íslandi. Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur samkvæmt nýrri könnun. Aukin notkun róandi lyfja, ópíóða, bensólyfja og fleiri er margslungið, fjölþætt vandamál. Og það verður aðeins leyst með margþættri nálgun. Engin töfralausn er til, því lyfin eru ekki vandamálið heldur það hvernig þau eru notuð. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði í Vestur-Virginíu, vísaði í samtali við Fréttablaðið í „lyfjamenningu“ og til vanþekkingar á innihaldi lyfja. Í helgarblaði Fréttablaðsins lýsti hinn 19 ára Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur upplifað það að ánetjast fíkniefnum, þessu svona: „Það þarf að upplýsa alla um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrarnir vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum […] Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk.“ Sama hvort lyfin fást með ávísun eða eru flutt inn, eru hluti af verkjastillandi meðferð, eða eru tekin í fikti af forvitnu ungmenni, þá er algjört lykilatriði að almenningur, einkum og sér í lagi foreldrar, kynni sér virkni lyfja eins og Xanax, ópíóða, og annarra róandi eða kvíðastillandi lyfja. Ópíóðar eru oft síðasta úrræði einstaklinga sem glíma við langvinna sjúkdóma, svo sem krabbamein. Skammtímameðferð með slíkum lyfjum hefur reynst vel en hið sama á ekki við um langtímameðferð. Þeir sem þjást af langvinnum verkjum verða að hafa aðra kosti í stöðunni og slíkir kostir geta ekki aðeins verið í boði á Landspítala eins og raunin er í dag. Aukna notkun þessara lyfja, sem víða má flokka sem faraldur, má sannarlega rekja að vissu leyti til frjálslegra ávísana sérfræðinga, en barátta gegn útbreiðslu lyfjanna er óvinnanleg nema með átaki eins og við höfum séð virka í tilfelli HIV og annarra heilsufarslegra áskorana þegar fræðsla almennings er höfð til grundvallar. Um leið þurfum við að horfa til þeirra sem ekki hafa fest í klóm fíknar og halda áfram að efla heilsu þeirra og nærsamfélags þeirra, þar sem líkamleg og andleg heilsa eru lögð að jöfnu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun