Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:35 Ríkin sautján segja í kærunni að engin breyting hafi orðið í málaflokknum þrátt fyrir undirritun forsetatilskipunarinnar fyrir viku. Vísir/Getty Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35