Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 17:53 Bíllinn sem Fields ók inn í hóp gagnmótmælenda. Hann drap eina konu og slasaði fjölda annarra. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21