Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Sighvatur skrifar 29. júní 2018 06:00 Anthony Kennedy hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til fóstureyðinga og réttindi fanga. Fréttablaðið/AP Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20