Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 14:30 Danny Dyer er helst þekktur fyrir leik í sápuóperunni EastEnders. Vísir/Getty Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu. Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu.
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent