Stefnir forstjóra Hvals fyrir Félagsdóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 15:44 Kristján Loftsson. Fréttablaðið/anton brink Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“ Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness undirbýr nú stefnu á hendur Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. fyrir að meina starfsmönnum Hvals að vera meðlimir í verkalýðsfélaginu. Málinu verður stefnt fyrir Félagsdóm og verður stefnan lögð fram í dag eða eftir helgi.Þetta kemur fram í frétt á vef verkalýðsfélagsins en þar segir að Kristján Loftsson hafi meinað starfsmönnum sínum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness, öll iðgjöld verði greidd til Stéttarfélags Vesturlands. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins Akraness hefur sagt að aðgerðir Hvals séu hefndaraðgerð í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðirVilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/Anton Brink„Það er morgunljóst að þetta er ekki bara gróf hefndaraðgerð af hálfu forstjóra Hvals hf. heldur er þessi krafa Kristjáns Loftssonar kolólögleg. Nægir að nefna í því samhengi að Verkalýðsfélag Akraness ásamt Stéttarfélagi Vesturlands eru með kjarasamning um þau störf sem gilda við vinnslu á Hvalaafurðum í Hvalfirði, einnig er rétt að geta þess að Hvalfjarðasveit er hluti af félagssvæði VLFA,“ segir í frétt á vef verkalýðsfélagsins. Ljóst sé að þegar tvö eða fleiri félög séu með kjarasamning um sömu störf á sama svæði sé starfsfólkið frjálst að velja til hvaða félags iðgjöldum skal skilað. „Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti,“ segir í fréttinni. „Það er morgunljóst að Verkalýðsfélag Akraness lætur ekki vaða yfir sína félagsmenn á skítugum skónum og verður öllum slíkum aðgerðum mætt af fullri hörku!“
Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22 Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. 20. júní 2018 22:22
Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Forstjóri Hvals hefur krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness. 23. júní 2018 07:15