Ritskoðun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júní 2018 10:00 Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa að þeirri gæfu að hafa átt og eiga enn stórmerka myndlistarmenn. Verk þeirra eru eftirsótt og gleðja þá sem á þau horfa. Það eru reyndar undantekningar frá þessu og dæmi um að þar sem sumir sjá fegurð sjá aðrir subbuskap. Við sáum dæmi um þetta á dögunum í frétt sem Fréttablaðið sagði en starfsmaður Seðlabankans hafði kvartað sárlega undan málverkum Gunnlaugs Blöndals sem prýða bankann en þar er myndefnið naktar konur. Nektin virtist valda starfsmanninum einhverjum sálarkvölum, allavega sá hann ríka ástæðu til að koma vanþóknun sinni til skila til yfirmanna. Kvörtunin mun hafa verið gerð í nafni METOO-byltingarinnar og stjórnendur bankans tóku hana alvarlega, sem er eiginlega það versta í þessu stórfurðulega máli. Nú er sjálfsagt verið að rannsaka í Seðlabankanum hvort Gunnlaugur heitinn Blöndal hafi brotið af sér með því að mála nakta konu og hvort brotið sé svo alvarlegt að setja eigi nektarmyndir hans í geymslu þannig að þær valdi saklausum sálum ekki meiri sársauka en orðið er. Víst er það svo að fólk les margt úr listaverkum, en þarna virðist hafa verið einblínt á það að karlmaður málaði naktar konur. Um leið virðist gert ráð fyrir því að slík málverk séu niðurlægjandi fyrir konur. Það er skrýtin forsenda. Nekt í myndlist er ekki hræðileg, það er nákvæmlega ekkert athugavert við hana. Ef fólk getur ekki horft upp á nakta manneskju á málverki án þess að siðferðiskennd þess sé stórlega misboðið þá verður það bara að horfa annað. Umfram allt ekki nota METOO til að koma á ritskoðun í listum. Hvar á svo að stoppa? Ef það á að ritskoða verk látins meistara er þá næsta skref að þefa uppi aðra listamenn sem hafa sett nekt á léreft? Segjum sem svo að í málverkasafni Seðlabankans væri mynd eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Hann hefur eins og kunnugt er lengi málað bera karlmenn. Sum málverka hans eru afar stór og af mörgum allsberum karlmönnum sem sjást þar með allt sitt skraut úthangandi. Satt að segja virðast þetta vera fremur meinlausir berir karlmenn, en ekki gætu allir séð það þannig. Einhver gæti einmitt túlkað þessar myndir sem svo að þarna væri hið hvimleiða feðraveldi að stunda sína uppáhaldsiðju; að flagga typpinu. Niðurstaðan yrði því sú að í myndunum væri verið að misbjóða konum enn eina ferðina og því farsælast að koma þeim fyrir í vandlega læstri geymslu. Þetta væri að vísu algjör mistúlkun á myndum þessa ágæta listamanns og alveg jafn galin túlkun og telja hinar fallegu nektarmyndir Blöndals vera niðurlægjandi fyrir konur. Það er vont þegar fólk setur sig í hlutverk geltandi varðhunda og reynir að þefa uppi hluti sem það á einhvern óskiljanlegan hátt gefur sér að séu ósómi. Með þeirri aðferð má ganga á röðina og saka hvern listamanninn á fætur öðrum um að hafa brotið af sér – og fela síðan verk þeirra svo enginn komist í uppnám.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun