Fresturinn til þess að draga nafn sitt úr nýliðavalinu rennur út í dag. Samkvæmt Givony hefur Tryggvi ekki dregið nafn sitt til baka og hugsar sér ekki að gera það.
Givony telur líklegt að Tryggvi verði valinn í annari umferð valsins.
Eini Íslendingurinn sem leikið hefur í NBA deildinni, Pétur Guðmundsson, var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981 af Portland Trail Blazers. Jón Arnór Stefánsson fór ekki í gegnum nýliðavalið þegar hann samdi við Dallas Mavericks árið 2003 en hann lék ekki deildarleik með liðinu.
Tryggvi er á mála hjá spænska liðinu Valencia þar sem hann hefur fáar mínútur fengið hjá aðalliðinu en meðaltal hans í spænsku deildinni var í kringum fimm mínútur í leik. „Þrátt fyrir að tölfræði hans sé ekki glansandi þá hefur hann sannað að hann getur þjónustað lið sitt í tveimur bestu deildum Evrópu,“ sagði í umfjöllun um Tryggva á bandarísku körfuboltaáhugamannasíðunni Sir Charles in Charge.
Icelandic 7-footer Trygvvi Hlinanson will keep his name in the 2018 NBA Draft, a source informed ESPN. Hlinanson seems likely to hear his name called somewhere in the second round on June 21.
— Jonathan Givony (@DraftExpress) June 11, 2018