Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2018 21:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/skjáskot Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00