Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2018 07:00 Íbúarnir eru ósáttir við nýju rútumiðstöðina og segja Skógarhlíðina undirlagða af bílum. VÍSIR/ANTON BRINK „Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Þetta er í hæsta máta óásættanlegur yfirgangur,“ segir Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og íbúi í Eskihlíð 10. Hann og aðrir íbúar í húsinu eru ósáttir við rekstur rútumiðstöðvar steinsnar frá heimili þeirra og segja Skógarhlíðina vera undirlagða af leigubílum, bílaleigubílum og rútum. Fyrirtækin Airport Direct og Blue Lagoon Destination hafa nú um nokkurra vikna skeið rekið umferðarmiðstöð fyrir rútur til og frá Keflavíkurflugvelli í Skógarhlíð 10. Þaðan eru farþegar fluttir í minni bílum á hótel í borginni. Aðeins eru um 25 metrar frá planinu yfir Skógarhlíðina og að húshorninu á Eskihlíð 10a. Að sögn Gissurar hafa íbúarnir sent mörg erindi til ýmissa sviða borgarinnar. Enn hafi engin svör fengist við því hvort rekstur rútumiðstöðvarinnar sé í samræmi við lög og reglur og hvort hún sé leyfisskyld. „Þetta virðist vera á gráu svæði og rútufyrirtækin eru að nýta sér það. Það sem við þurfum er að borgin hafi skilgreinda stefnu og taki ákvörðun,“ segir Gissur. Hann kveðst sjálfur hafa skoðað málið. Um sé að ræða atvinnulóð samkvæmt aðalskipulagi en hann geti ekki séð að þar megi reka umferðarmiðstöð án þess að fá fyrir því leyfi. „Ég veit ekki hvort skilgreiningin nær yfir það að það sé allt leyfilegt nema það sem er bókstaflega bannað. En ég held að það virki ekki þannig.“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu er líka ósáttur. „Því meiri umferð því erfiðara fyrir okkur og því stærri bílar því stærra vandamál,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Hann segir málið ekki hafa verið rætt við neinn og ætlar að skrifa borginni bréf vegna þess.Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.Vísir/stefán „Við höfum aðallega áhyggjur af að við lendum í vandræðum þegar við erum að fara út af Flugvallarveginum inn á Bústaðaveg út af traffík sem skapast með þessum bílum – fyrir utan aðra traffík sem er orðin töluvert mikil.“ Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct og eigandi í Blue Lagoon Destination á móti Bláa lóninu, segir einu kvörtunina sem hafi borist honum hafa reynst vera vegna erlends fyrirtækis sem stundað hafi að leggja rútum á sjálfri götunni. Af því tilefni hafi heilbrigðiseftirlitið haft samband. Hann hafi þá spurt heilbrigðiseftirlitið hvort þyrfti einhver sérstök leyfi. „Ég hef bara ekki fengið svar við því almennilega.“ Torfi undirstrikar að Skógarhlíð 10 sé atvinnulóð og hafi verið það frá 1942. Þar hafi Þingvallaleið verið með rekstur. Í húsinu sé gististaðurinn Bus Hostel. „Ég held að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að stoppa rútur við gististaði – það væri þá eitthvað nýtt fyrir mér,“ segir hann. Airport Direct var áður með aðstöðu vestur á Fiskislóð. Torfi segir engin leyfi hafa þurft vegna þess. Eftir að fyrirtækið sigraði í útboði á vegum Isavia um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli hafi verið ákveðið að flytja starfsstöðina. Nú sé Skógarhlíðin „aðalstoppistöð“ fyrirtækisins. „Vegna framkvæmda í bænum gátum við ekki verið að keyra út á Fiskislóð, það eru endalausar lokanir og tafir,“ segir Torfi. Fréttablaðið spurði Samgöngustofu í síðustu viku hvort leyfi þurfi fyrir slíkri rútumiðstöð og hvort viðkomandi fyrirtæki hefði slík leyfi. Svar hefur ekki borist. Gissur segir að ef upp úr dúrnum komi að yfirvöld telji rútufyrirtækin í rétti muni íbúarnir bregðast við því. „Þá þurfum við örugglega að leita réttar okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira