Erlent ferðaþjónustufyrirtæki þrýsti á breytingar á lagafrumvarpi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Vísir/vilhelm Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent