Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð verður framhaldið í dag. Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49
Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30