Hvar má þetta? Þórarinn Guðnason skrifar 13. júní 2018 07:00 Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ungur og vel menntaður taugalæknir með sérhæfingu í Parkinson sækir um stöðu á taugadeild LSH en fær ekki og engar nýráðningar eru fyrirhugaðar á næstu misserum. Taugalæknirinn sækir þá um að komast á rammasamning hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til að opna læknastofu þar sem ríkið greiði hluta kostnaðar fyrir sjúklinginn. Þeirri umsókn er hafnað vegna einhliða fyrirskipunar heilbrigðisráðuneytisins til SÍ um að hafna öllum nýjum læknum burtséð frá þörfum sjúklinganna. Gildandi samningar við sérfræðilækna eru þverbrotnir. Það er vond stjórnsýsla. Taugalæknirinn kærir niðurstöðu SÍ til heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðar að ekkert sé athugavert við ákvörðunina. Þannig gerist það dómari í eigin sök. Það er vond stjórnsýsla. Málið veldur uppnámi og fjölmiðlar fá á því áhuga. Síðbúin viðbrögð ráðherra eru að biðja LSH um að búa til stöðu fyrir taugalækninn efnilega og byggja upp göngudeild fyrir hana. Ráðherrann hlutast þannig til um uppbyggingu innra starfs spítalans á grundvelli pólitískra skoðana um ágæti ríkisreksturs en ekki faglegs mats og þörfum sjúklinga. Það er vond stjórnsýsla. Þessi einhliða synjun á umsókn taugalæknisins um sjálfstæðan stofurekstur undir hatti opinbera heilbrigðiskerfisins var eitt af mörgum brotum stjórnvalda á gildandi samningi við sérfræðilækna. Sautján læknum í þrettán sérgreinum hefur verið hafnað án skoðunar eða rökstuðnings. Það er vond stjórnsýsla. Samningar eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Ábyrgðin er stjórnvalda. Það má samt minna fjölmiðla á að þeir eru fjórða valdið í lýðræðisríkjum og vonandi munu þeir fylgjast grannt með þróun mála.Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun