Glöggt er gests augað Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun