Einn þekktasti hönnuður samtímans með sýningu í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. júní 2018 09:00 Tom Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans. Samsett/GettyImages-Tom Dixon Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira