Einn þekktasti hönnuður samtímans með sýningu í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. júní 2018 09:00 Tom Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans. Samsett/GettyImages-Tom Dixon Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira