Einn þekktasti hönnuður samtímans með sýningu í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. júní 2018 09:00 Tom Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans. Samsett/GettyImages-Tom Dixon Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira