Gagnrýnanda Trump hafnað og „rasisti“ settur á lista Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 16:39 Corey Stewart, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeilarinnar. Vísir/GETTY Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Sjá meira