Fótboltahugsjón Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun