Detta mér allar dauðar lýs úr höfði – Vangaveltur um fréttaflutning af umsóknartölum háskólanna Dr. Sigrún Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2018 07:00 Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun