Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. júní 2018 08:00 Inga Bjarnason hefur verið með stærstu sýningarnar í Iðnó í 20 ár. Fréttablaðið/Þórsteinn Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00