Komið fagnandi, fiskibollur Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun