Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2018 19:37 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir launagreiðslur stjórnenda í Reykjavík út í hött. Vísir/Vilhelm Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57