Leið eins og hann hefði sjálfur varið víti Messi Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 19. júní 2018 06:00 Jón Steindór Valdimarsson og Gerður Bjarnadóttir með börnum þeirra Höllu og Hannesar, Bergi Ara og Katrínu Unu. Sigríður Wöhler Hannes Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var án efa maður leiksins síðastliðinn laugardag eftir að hafa varið vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi. Aðdáendahópur hans er stór og er Jón Steindór Valdimarsson, tengdafaðir Hannesar og alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, þar á meðal. Jón er þó ekki staddur í Rússlandi þar sem hann ásamt öðrum ömmum og öfum í fjölskyldunni tók það að sér að hlúa að börnunum á meðan Halla Jónsdóttir, dóttir Jóns Steindórs og eiginkona Hannesar, styður sinn mann austanhafs.Sjá einnig: Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi „Ég sá þennan fræga leik í Gilinu á Akureyri. Það fór nú eiginlega þannig að ég hélt um stund að ég hefði varið vítið sjálfur, ég fékk allar þakkirnar,“ segir Jón Steindór og hlær en hann var þar einnig að fagna 40 ára stúdentsafmæli.Það var söguleg stund þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það voru svo margir ánægðir með tengslin og það er svo eðlilegt að öllum finnist þeir eiga smá hlut í Hannesi.“ Jón Steindór er stoltur af tengdasyni sínum og ber honum söguna vel. „Hannes er mikill gæðadrengur og hraustur. Hann er búinn að standa sig afar vel,“ segir hann.„Það hlýtur að vera draumur hvers markmanns að verja vítaspyrnu frá einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, eins og hann orðaði það sjálfur er það líklega draumur sem varð að veruleika, toppurinn á tilverunni.“ Jón Steindór er bjartsýnn á framhaldið og segir að íslenska landsliðið hafi sýnt og sannað að allt geti gerst. „Þessir strákar gera allt sem þeir geta og saman eru þeir afl.“ Sjálfur segist Jón Steindór ekki hafa verið mikill fótboltaáhugamaður en viðurkennir að eftir að Hannes kom inn í líf fjölskyldunnar hafi áhugi hans aukist til muna. „Ég er allt í einu farinn að horfa mikið á fótbolta, aðallega þegar Hannes er að spila. Ég leyfi mér alveg að sleppa mér yfir leikjum,“ segir hann og hlær. Hvort hann fari nú að sparka í bolta með barnabörnunum segir hann það ekki útilokað. „Það er aldrei að vita nema ég sparki kannski eitt spark allavega.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Hannes Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var án efa maður leiksins síðastliðinn laugardag eftir að hafa varið vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi. Aðdáendahópur hans er stór og er Jón Steindór Valdimarsson, tengdafaðir Hannesar og alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, þar á meðal. Jón er þó ekki staddur í Rússlandi þar sem hann ásamt öðrum ömmum og öfum í fjölskyldunni tók það að sér að hlúa að börnunum á meðan Halla Jónsdóttir, dóttir Jóns Steindórs og eiginkona Hannesar, styður sinn mann austanhafs.Sjá einnig: Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi „Ég sá þennan fræga leik í Gilinu á Akureyri. Það fór nú eiginlega þannig að ég hélt um stund að ég hefði varið vítið sjálfur, ég fékk allar þakkirnar,“ segir Jón Steindór og hlær en hann var þar einnig að fagna 40 ára stúdentsafmæli.Það var söguleg stund þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það voru svo margir ánægðir með tengslin og það er svo eðlilegt að öllum finnist þeir eiga smá hlut í Hannesi.“ Jón Steindór er stoltur af tengdasyni sínum og ber honum söguna vel. „Hannes er mikill gæðadrengur og hraustur. Hann er búinn að standa sig afar vel,“ segir hann.„Það hlýtur að vera draumur hvers markmanns að verja vítaspyrnu frá einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, eins og hann orðaði það sjálfur er það líklega draumur sem varð að veruleika, toppurinn á tilverunni.“ Jón Steindór er bjartsýnn á framhaldið og segir að íslenska landsliðið hafi sýnt og sannað að allt geti gerst. „Þessir strákar gera allt sem þeir geta og saman eru þeir afl.“ Sjálfur segist Jón Steindór ekki hafa verið mikill fótboltaáhugamaður en viðurkennir að eftir að Hannes kom inn í líf fjölskyldunnar hafi áhugi hans aukist til muna. „Ég er allt í einu farinn að horfa mikið á fótbolta, aðallega þegar Hannes er að spila. Ég leyfi mér alveg að sleppa mér yfir leikjum,“ segir hann og hlær. Hvort hann fari nú að sparka í bolta með barnabörnunum segir hann það ekki útilokað. „Það er aldrei að vita nema ég sparki kannski eitt spark allavega.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30