Þjóðgarður er garður fyrir almenning Þorsteinn Ásgeirsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar