Afstýrum stórslysi á Ströndum Tómas Guðbjartsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar