RÚV Prime Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júní 2018 10:00 Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar