Segjast hafa fundið nöfn 47 manna sem Rússar vilja feiga Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2018 23:44 Babchenko er hér fyrir miðju. Lutsenko er hægra megin við hann. Vísir/AP Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum. Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum.
Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46
Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05